Vísindaveisla í Bolungarvík!

Vísindaveisla í Bolungarvík!

Háskólalest Háskóla Íslands verður með vísindaveislu laugardaginn 11 .maí í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Vísindaveisla

Í vísindaveislunni verða: 

Frábærar tilraunir
Dularfullar efnablöndur
Óvæntar uppgötvanir
Undraheimar Japans
Þrautir og áskoranir
Stjörnur og sólir
Náttúran og hafið
Fornleifar og furðuverk
Leikur með ljós og hljóð
Vindmyllur og vængir
Og fjölmargt annað

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna, allir eru hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Háskólalestin hefur ferðast um landið síðan 2011 (en þá var Bolungarvík einmitt meðal fyrstu áfangastaða) við miklar vinsældir og eru áfangastaðirnir komnir á fimmta tug.

 


Efnisflokkar