Styrktar og afmælistónleikar

Styrktar og afmælistónleikar

Styrktar og afmælistónleikar Birkis Snæs. Birkir hefur staðið í erfiðum veikindum og kom upp sú hugmynd að létta eilítið undir með fjölskyldu Birkis. Skemmtikvöldið verður haldið miðvikudaginn 7. des kl 20:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Frjáls framlög við inngang. Birkir Snær verður 1. árs þann 7. des.

Flott tónlistaratriði verða á dagskránni sem og alls kyns önnur skemmtiatriði. Boðin verður ma upp árituð handboltatreyja frá Ólafi Stefánssyni, einum besta handboltamanni allra tíma. En Ólafur var svo vænn að leggja málefninu lið á þennan hátt. 

Þeir sem hafa áhuga á að koma fram á skemmtikvöldinu hafið samband við Benna Sig 690-2303 eða Björgvin Bjarnason 844-0179. 

Verndarar verkefnisins og fjárhaldsmenn verða þeir Hlynur Snorrason og Skúli Berg. Fyrirtæki eða einstaklingar sem vilja leggja verkefninu fjárhagslegan stuðning er bent á þá félaga. Reikningsnr söfnunarinnar
0556-26-100088 
Kt.250388-2339


Efnisflokkar