Félagsheimili Bolungarvíkur Mánudagskvöldið 2. nóvember kl. 20:00 Húsið opnar 19:30. Boðið verður uppá fordrykk.
Ástsælustu tenórsönglög Ítalíu flutt af Gissuri Páli Gissurarsyni og Halldóri Smárasyni.
Napólí-borg hefur í gegnum aldir verið suðupunktur menningar og lista þar sem viðskipti hafa blómstrað í skjóli fjölmenningar.
Í þessari ævintýralegu borg hefur skapast sérstök
sönglagamenning sem í daglegu tali eru kölluð
Canzone Napoletana - Napólílög.
Þessi lög eru um margt sérstök því þau fleyta
rjómann af aríum ítölsku óperunnar, en eru samt...
byggð á þjóðlagagrunni. Þau má heyra flutt, jafnt með einum gítar sem og með heilli sinfóníuhljómsveit.
Hér verður opnaður lítill leynigluggi inní þessa
heillandi töfraveröld sem Napólílögin eru.
Tónleikarnir verða í léttum dúr og barinn verður opinn. Fordrykkur í boði.
Miðaverð kr 3900-
Miðapantanir í síma 6902303
Með kveðju frá Napólí
