Kóraballið 2018!

Kóraballið 2018!

Í fyrsta skipti er nú haldin sameiginleg árshátíð kóra á norðanverðum Vestfjörðum. 
Sunnukórinn, Karlakórinn Ernir og Kvennakór Ísafjarðar standa að undirbúningi og mun skemmtunin verða hin veglegasta. 
Allir kórar, og kórafólk á svæðinu er velkomið!
Húsið opnar kl 19:15 og hefst skemmtunin kl 20:00.
Boðið verður uppá smáréttahlaðborð í umsjón meistarakokka, söngatriði, happadrætti og fjöldasöng.
Veislustjóri verður tilkynntur síðar.
Að loknu borðhaldi verður dansað við undirleik Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar úr Stjórninni.
Miðaverð er kr. 7.500.-
Snyrtilegur klæðnaður er æskilegur.


Efnisflokkar