KJAMMINN 2015

KJAMMINN 2015

 Kjamminn 2015. Sviðaveisla í FHB föstudagskvöldið 16. október. 

Húsið opnar kl 20:00 og koma allir með sín svið sjálfir, vasahníf, einnota diska í tösku og drykkjarföng út kvöldið. Gos verður selt á staðnum.

Aðeins verða borð og stólar fyrir gesti. Harmonikkutónlist mun óma yfir borðhaldi og verður gítar á staðnum fyrir áhugasama sem vilja stjórna fjöldasöng þegar líður á borðhald.

Hljóðneminn verður opinn yfir borðhaldi og mælst til þess að fólk fari með vísur og /eða segi skemmtilegar sögur.
Umræður um rétta meðhöndlun við svíðingu og smökkun á sviðum.

Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta og besta kjammann og einnig fyrir besta jarmið.

Um kl 23. mun Gummi Hjalta spila fram eftir kvöldi og halda uppi gífurlegri stemmingu. Aðgangseyrir kr 2900-.

Rétt er að geta þess að eigandi og hönnuður lógós er Hjalmar Friðbergsson

Á kjammanum eru 5. meginreglur

1. Þú kemur með þinn eigin mat og drykk.
2. Sparíklæðnaður er ekki leyfilegur.
3. Hverju borði er skylt að senda sinn fulltrúa í hljóðnemann
4. Má mæta í vinnufötum og/eða beint úr fjárhúsinu
5. Hafa gaman og ekkert vesen eða rugl


Efnisflokkar