Félagsheimilið Bolungarvík

Félagsheimilið Bolungarvík

Félagsheimili Bolungarvíkur var tekið í notkun í janúar 2011 eftir gagngerar endurbætur og er hið glæsilegasta. Húsið hentar í alls kyns skemmtanir,  veislu og dansleikjahald. Húsið býður uppá margvíslega möguleika og er hægt að leigja allt húsið fyrir sig eða einungis hluta þess, allt eftir óskum viðkomandi. Tam er einstaklega fallegur 30-50 manna salur á annari hæð hússins þar sem tilvalið er að halda minni viðburði, t.d. skírnarveislur, fermingar, fundi og margt fl. Hægt er að leigja húsið með kokkum sem framreiða mat og veitingar eftir óskum leigjenda. Eins getur fólk valið það að sjá sjálft um matseld. Í húsinu er fullkomið hljóðkerfi og ljósakerfi sem og skjávarpar og breiðtjöld, sem hentar tam í ráðstefnur af öllum stærðum.

Nánari upplýsingar um útleigu og verðtilboð í viðburði hjá Forstöðumanni Félagsheimilis, Benedikt Sigurðssyni 690-2303 eða felagsheimili@felagsheimili.is


Efnisflokkar