Brúðuleiksýningin ,,Tröll,, eftir Gretu Clough.

Brúðuleiksýningin ,,Tröll,, eftir Gretu Clough.

Brúðuverkið Tröll, eftir Gretu Clough fyrir Handbendi - brúðuleikhús verður sýnt í Félagsheimili Bolungarvíkur Sunnudaginn 1. okt kl 17:00. Síðar mun verkið verða sýnt á nokkrum stöðum á Norðurlandi, og eftir að sýningum á Íslandi lýkur mun verkið fara til South Bank Centre í Lundúnum. Það er einstakur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sé að fara að sýna í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna. Tröll hefur verið sýnt rúmlega 30 sinnum nú þegar, og mun fá 40 sýningar í viðbót áður en október rennur sitt skeið. Tröll verða sýnd í Tjarnarbíó þann 30. september og fara leikferð um Norðurland til 5. október þegar sýningin heldur til Lundúna til mánaðarloka, og lýkur leikferðinni í South Bank Centre. Handbendi er líka að sýna Kúrudag víða um heim, og býður upp á brúðusýninguna  Búkollu fyrir skóla á Íslandi í gegnum verkefnið List fyrir alla.

 

 

UM VERKIÐ:

 

„Ég trúi á Truntum Runtum og tröllin mín í klettunum.“

 

 Í 17 milljón ár (gæti skeikað um öld eða tvær) hafa tröllin átt þessa eyju alveg fyrir sig. Þau grófu gljúfur, gerðu sér heimilislega skúta, og nutu kyrrðar og friðar miðnætursólarinnar. Tröllin voru glöð. En núna… Núna er allt breytt. Mannfólkið er komið. Það byggir hús. Leggur vegi. Hefur hátt… Svo óskaplega hátt. Geta þessar ólíku verur búið saman? Tröll er endurtúlkun á sumum vinsælustu tröllasögum landsins, sögð með sjónarhorni lítillar telpu og óvanalega vininum hennar úr fjöllunum. Brúðurnar eru handgerðar, og hljóðmyndin er samin af hinu virta breska tónskáldi Paul Mosley, en söngurinn er í höndum heimamanna í Húnaþingi vestra. Þetta er svolítil þjóðsaga, smá draugasaga, eintómir töfrar. Tröll eru ógleymanleg leikhúsupplifun fyrir alla fjölskylduna. Framleitt og skapað af Handbendi – brúðuleikhúsi.

 

Aðgangseyrir kr 2000

Fjölskyldutilboð (2 börn og tveir fullorðnir) kr 6000 

Frítt fyrir 2ja ára og yngri


Efnisflokkar