Bíólög-söngur og lúðraþytur

Bíólög-söngur og lúðraþytur

Sunnukórinn á Ísafirði og Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar verða með sameiginlega tónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík, þriðjudaginn 26. apríl nk.
Á dagskrá er tónlist sem allir þekkja úr vinsælum kvikmyndum.
Til dæmis má nefna James Bond, Bleika pardusinn, Konungur Ljónanna, Vesalingarnir og margar fleiri bíóperlur.

Tónleikarnir hefjast kl 20:00.
Miðaverð kr. 1.500.- 
Frítt fyrir grunnskólabörn.

Allir velkomnir!


Efnisflokkar