,,Að ná settu marki,,-Ólafur Stefánsson

,,Að ná settu marki,,-Ólafur Stefánsson

Ólafur Stefánsson handboltakappi heldur opinn fyrirlestur í Félagsheimilinu í Bolungarvík þriðjudaginn 19. apríl kl 20:00.

Fyrirlesturinn ,, Að ná settu marki,, er á óformlegum nótum um það að ná settu marki í lífinu. Það getur tam átt við unglinga í íþróttum, fólk á vinnumarkaði, fólk í fyrirtækjarekstri og allar aðrar stéttir þjóðfélagsins. Sama hvað við erum að gera í lífinu, gerum það vel. 

Ólafur er eins og flestir vita einn allrabesti íþróttamaður sem Ísland hefur alið. Er það tilviljun? Þurfti hann ekkert að hafa fyrir þessu? Hvaða leiðir fór hann að settu marki? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður vonandi svarað. Ólafur mun byrja á að fara yfir ferilinn sinn sem íþróttamaður og eins hvað þarf til að ná markmiðum sínum. 

Hvetjum ALLA til að mæta, jafnt unga sem aldna. 

Aðgangseyrir kr 1000-. Kaffi í boði. 


Efnisflokkar